Annáll

Hér á eftir koma nokkrir annálspunktar úr sögu Akraness. Þetta er engan veginn tæmandi listi og allir eru hvattir til að senda inn atriði sem ættu heima í honum.  Einnig er það vel þegið ef sendar eru inn ábendingar, ef einhverjar villur hafa læðst inn í listann.

1789

Fjöldi íbúa var 67 og þeir dreifðust á 10 býli þ.e. Ívarshús, Teigakot, Neðri-Sýrupartur, Efri-Sýrupartur, Bræðrapartur, Breið, Miðteigur, Háteigur, Lambhús og Heimaskagi. 

1799

Breiðin verður illa úti í Básendaveðrinu mikla svokallaða

1829

Fjöldi íbúa: 114 

1840

Fjöldi íbúa: 183

Halldór Halldórsson hreppstjóri girti alla Breiðina með grjótgarði sem sífellt þurfti að laga, ca 1840

1847

Jarðræktarfélag Akraness stofnað

1864

Akranes fær löggildingu sem verslunarstaður. Hið opinbera heiti hans var "Verslunarstaður við Lambhúsasund"

Lestrarfélagið á Akranesi stofnað 6. nóvember

1870

Fjöldi íbúa: 370

Fallbyssan við höfnina steypt í Svíþjóð

1871

Húsið Miðteigur byggt - fyrsta íbúðarhúsið úr timbri á Akranesi

1872

Fyrsti fastakaupmaðurinn, Þorsteinn Guðmundsson, settist að á Akranesi

1873

Þorsteinn Guðmundsson stofnar fastaverslun

Fyrsti miðbær Akraness byrjar að myndast þegar Þorsteinn kaupmaður byggir sér verslunar-og íbúðarhús

1876

Hafist handa við að reisa Garðahús sem er elsta steinsteypta íbúðarhúsið á Íslandi

1880

Barnaskólinn á Akranesi tók til starfa 1.október

1882

Æfingafélagið á Akranesi stofnað 8.janúar, starfaði til 1905

1884

Bindindisfélag Akraness stofnað 9.mars

Hoffmannsveðrið 7.-8.janúar - mikið óveður og mikil sjóslys. Þrjú hákarlaskip fórust, tvö þeirra frá Akranesi. 18 manns fórust

Oddur Guðmundsson lýsir Akranesi í blaðinu Ísafold á eftirfarandi hátt. Á Skipaskaga eru 42 íveruverslanir- og geymsluhús og 33 timburhús og er mikill hluti þeirra með galviniseruðu járnþaki eða helluþaki, fjölmargir torfbæir, 6 verslanir, gestgjafahús og fullt 100 skipa og báta.

1885

Akraneshreppur skiptist í Innri og Ytri-Akraneshrepp

Kútter Sigurfari smíðaður í Englandi

1886

Æskufélagið á Akranesi stofnað, starfaði til 1896

1887

Góðtemplarastúka stofnuð 29.maí

1888

Unglingastúka Góðtemplara á Akranesi stofnuð

1891

Ljósker sett upp á svokallaðri Akursbrekku 1. mars, fyrsti vísirinn af vita hér á Akranesi

Sjóskaði 16. desember 5 manns fórust en þremur var bjargað

1895

Thor Jensen byggði bryggju í Steinsvör

Aurasjóður Akraness stofnaður

1896

Akraneskirkja vígð 23. ágúst

1900

Ásgeir Sigurðsson, kaupmaður, stofnaði verslunina Edinborg 31. maí

1901

Lestrarfélagið á Akranesi skiptir um nafn 27. oktober og heitir nú Bókasafn Ytri-Akraneshrepps

1902

Sjómannafélagið Báran stofnað

1905

Hafmeyjuslysið. Ellefu ungir menn farast í sjóslysi

1906

Fyrsti vélbáturinn, Pólstjarnan, kom til Akraness

Fyrsti dekkvélbáturinn á Akranesi hét Fram

Báruhúsið tekur til starfa

Haraldur Böðvarsson hf. Stofnað 17. nóvember

Félag sjómanna á Akranesi lét reisa samkomuhús (Báruhúsið)

1907

Steinbryggja byggð í Steinsvör

1908

Þórður Ásmundsson og Loftur Loftsson hófu verslunarrekstur á Vesturgötunni

1910

Ungmennafélag Akraness stofnað 23. janúar

Morgunroðinn, blað Ungmennafélags Akraness, kom fyrst út 30. janúar

Unglingaskóli ungmennafélagsins hóf starfsemi sína og starfaði hann þar til gagnfræðiskólinn hóf starfsemi 1943

1911

Ungmennafélag Akraness beitir sér fyrir sundnámskeiði í Leirárlaug, sem er náttúrulaug

1912

Nýtt skólahús tekið í notkun

Fyrsta sundkeppnin á Akranesi

1913

Vélbátaábyrgðarfélag Akurnesinga stofnað 15. desember

1915

Metta St. Hansdóttir kom upp með þá hugmynd að reisa skjúkraskýli á Akranesi

Bjarni Ólafsson lét byggja fyrstu steinbryggjuna í Lambhúsasundi (Bjarnabryggju)

Karlakórinn Svanir stofnaður

Bjarni Ólafsson, Ólafur B. Björnsson og Níels Kristmannsson stofna sameignarfélagið Bjarni Ólafsson & Co (BOCO)

1917

BOCO hóf verslunarrekstur í Hoffmannshúsi

Fyrsta leikfélag stofnað á vegum Ungmennafélag Akraness

Ungmennafélag Akraness sýnir leikritið Skugga Svein

1918

Gamli vitinn á Syðriflös byggður

Fyrsta dráttarvélin keypt á Akranes. Eigendur voru Þórður Ámundsson og Bjarni Ólafsson

Sparisjóður Akraness stofnaður. Starfar til 2008

1919

Íþróttafélagið Hörður Hólmverji stofnað 26.desember

1922

Knattspyrnufélagið Kári stofnað 26.maí

Sveinbjörn Oddsson varð fyrsti bílstjórinn á Akranesi þegar hann lauk bílprófi 4.mars

Fyrsti vörubíllinn keyptur til Akraness. Eigendur voru Þórður Ámundsson og Bjarni Ólafsson

1924

Sandgerðispósturinn, blað sem Ungmennafélag Akraness gaf út í Sandgerði fyrir sjómenn sem voru þar frá Akranesi, kom fyrst út í janúar. Var gefið út til 1926

Verkalýðsfélag Akraness stofnað 9.október

Knattspyrnufélag Akraness stofnað 9.mars (hét fyrst Knattspyrnufélagið Njörður)

1925

Árni Böðvarsson, ljósmyndari, flutti skólppípnamót til bæjarins og lagði skolpveitu í nokkur hús

1926

Kvenfélag Akraness stofnað 8. apríl

Þórður Ámundsson og Bjarni Ólafsson keyptu fyrsta línuveiðarann til Akraness

Skátafélagið Væringjar stofnað 13.maí

Haraldur Böðvarsson gaf Akranessöfnuði fyrsta líkvagn safnaðarins sem var hestakerra

1927

Bifreiðastöð ÞÞÞ stofnuð 23.ágúst

Fyrsta skipulag kauptúnsins á Akranesi staðfest 16.desember

Hreppsnefnd ákveður að gefa götum nöfn og númera hús þegar hið fyrsta skipulag kauptúnsins var staðfest 16. desember. Nokkrum gömlum götuheitum var breytt

1928

70 marsvín ráku í land á Akranesi. Þessi hvalreki gaf það vel að stofnaður var Hafnarsjóður Akraneskauptúns

Þórður Ámundsson og Bjarni Ólafsson byggðu fyrsta vélfrystihúsið á Akranesi

Fyrirtækið Þorgeir og Ellert stofnað

Slysavarnadeildin Hjálpin stofnuð 14.desember

Kvenskátafélag Akraness stofnað 25.mars

1929

Flugvélin Súlan lendir í Heimaskagavör. Líklega fyrsta flugvél sem lendir á Akranesi

1930

Síldarsöltun hefst á Akranesi

Hafist handa við að byggja Akranesbryggju í Krossvík (um 1930)

Haraldur Böðvarsson lætur steypa sjóvarnargarða á Breiðinni (fyrir 1930)

1931

Iðnaðarmannafélag Akraness stofnað

1932

Ungmennafélag Akraness byggir sundskála á Jaðarsbökkum. Skálinn endaði í sjónum í roki og stórbrimi 1933

Sjóflugvél lendir í Krókalóni með danska landkönnuðinum dr. Svend Lauge Koch 26.ágúst

Leikritið "Postulanna gjörningar" var sett upp í Báruhúsinu

1933

Ungmennafélagi Akraness skipt í yngri og eldri deild

Taflfélag Akraness stofnað 29.október

1934

Ungmennafélag Akraness byggir sterkari sundskála úr steinsteypu á Jaðarsbökkum

Amerískur taugaskurðlæknir lendir óvart sjóflugvél sinni í Lamghúsasundi 31.ágúst. Hélt hann væri í Reykjavík

Einarsbúð opnuð

Slökkvilið Akranes stofnað

Síðasti aðalfundur Ungmennafélags Akraness haldinn 14. janúar

Íþróttaráð Akraness hefur störf 31.maí

1935

Leikfélag Akraness stofnað

Knattspyrnuvöllur að Jaðarsbökkum vígður 16.júní

Skipstjóra- og stýrimannafélagið Hafþór stofnað 2. janúar

Árroðinn - blað Alþýðuflokksfélags Akraness kom fyrst út 30.nóvember

1936

Smíði íþróttahúss hófst. Kjallari kláraður þar sem voru salerni fyrir barnaskólann

Kristján tíundi danakonungur heimsótti Akranes 24.júní

Iðnskólinn á Akranesi stofnaður 1. október

1937

Krossavíkurviti byggður

Sjúkrasamlag Akraness er stofnað 31. desember

Leikfélag Akraness sýnir leikritið Maður og kona

Útvegsmenn á Akranesi standa fyrir byggingu Síldar-og fiskimjölsverksmiðju Akraness hf. Fyrsta almenningshlutafélag á Akranesi

1938

Akraneshreppur byrjar að leggja skolpveitukerfi í götur bæjarins

Dráttarbraut Akraness stofnuð

Hreppsnefnd Ytri Akraneshrepps kom upp elliheimili eða gamalmannaheimili eins og það var kallað í fundabók þess tíma

1940

Haraldur Böðvarsson hefur rekstur á niðurstuðuverksmiðju

Leikfélag Akraness sýnir leikritið Húrra krakki

Slysavarnadeildin Líf var stofnuð 21.janúar (hét upphaflega Slysavarnadeild kvenna Akranesi)

1941

Stangveiðifélag Akraness stofnað 1.maí

Katalínuflugbátur frá breska hernum lenti við Akranes vegna veðurs 22. september. Óveðrið sleit ankerislínuna og flugvélin rak í land og skemmdist og flaug aldrei aftur

Síðasti fundur Ungmennafélags Akraness haldinn 25. mars. Eitt mál, er varðaði sölu á Báruhúsinu (sem hafði skemmst í bruna)

1942

Leikfimishúsið við gamla barnaskólann tekið í notkun

Axel Sveinbjörnsson stofnar verslunina Axelsbúð 18. desember

Vatsveita lögð í öll hús á Akranesi

Þórður Ásmundsson og Björn Lárusson frá Ósi fluttu inn fyrstu skurðgröfuna sem kom til Íslands

Verslunarfélag Akraness stofnað 16.júní

Kór stofnaður við Akraneskirkju

Prentverk Akraness hf. stofnsett 15.júlí 

Bíóhöllin byggð

Útgáfa blaðsins Akranes hefst 23.apríl

Ytri-Akraneshreppur fær kaupstaðarréttindi og verður Akraneskaupstaður 26. janúar

Skógræktarfélag Akraness stofnað 18. nóvember

1943

Gagnfræðiskólinn hóf starfsemi sína

Fangahúsið tekið í notkun 10.desember

Karlakór Akraness stofnaður

Bíóhöllin gefin Akurnesingum. Fyrsta kvikmyndin sem sýnd var hét Son of Fury

1944

Bjarnalaug tekin í notkun    

Hafist handa við að byggja íþróttahús við Laugarbraut 

1945

Íþróttahúsið við Laugarbraut vígt 3.mars     

Frystihúsið Heimaskagi hóf starfsemi 17.febrúar

Leikritið "Allt er fertugum fært" sett upp í íþróttahúsinu við Laugabraut. Knattspyrnufélag Akraness stóð fyrir sýningunni

1946

Gamli barnaskólinn brann 4. desember

Hótel Akranes (Hoffmannshús) brann 15.apríl

Akraneskaupstaður kaupir fjögur steinsteypt ker frá Englandi. Hollenskt fyrirtæki dregur þau til Íslands. Fyrsta kerið kom 25. júní

Framtak - blað Sjálfstæðismanna á Akranesi gefið út

BOCO hættir verslunarrekstri

Framkvæmdir hófust við byggingu sjúkrahúss

Íþróttaráð Akraness lagt niður

Íþróttabandalag Akraness (ÍA) stofnað 28. apríl (tók við störfum Íþróttaráðs Akraness)

1947

Andakílsárvirkjun tekur til starfa

Leikritið Gift eða ógift sett á svið

Leikfélag Akraness sýnir leikritið Margrét

Lítil þriggja farþega flugvél sem var upphaflega happdrættisvinningur hjá SÍBS var notuð sem í áætlunarflug milli Reykjavíkur og Akraness af flugfélaginu Vængjum

Rótarýklúbbur Akraness stofnaður 29.nóvember

Hestamannafélagið Dreyri stofnað 1. maí

Akranesviti tekinn í notkun

1948

Sundfélag Akraness stofnað 30. janúar

Skaginn - Vikublað Alþýðuflokksins kom fyrst út

Leikfélag Akraness sýnir leikritið Lénharður fógeti

1949

Leikfélag Akraness sýnir leikritið Þorlákur þreytti

Dögun - blað Sósíalistafélags Akraness gefið út

Leikfélag Akraness sýnir leikritið Ærsladraugurinn

Góðtemplarar kaupa Stúkuhúsið og gera það að félagsheimili

1950

Barnaskólinn á Akranesi flytur í núverandi húsnæði Brekkubæjarskóla 19.nóv

Leikfélag Akraness sýnir leikritið Skugga Sveinn

Leikfélag Akraness sýnir keðjusýningu þriggja stuttra leikrita, Lási trúlofast, Apinn og Nei-ið

Harladur Böðvarsson hf hóf frystingu á karfa til útflutnings, fyrst íslenskra fyrirtækja

1951

Báruhúsið brann 22. nóvember

Bæjarblaðið kom fyrst út 14.júlí

ÍA varð íslandsmeistari í meistaraflokki í knattspyrnu, fyrstir liða utan Reykjavíkur

Leikfélag Akraness sýnir leikritið Í Bogabúð

Skíðafélag Akraness var stofnað 2. mars 

1952

Sjúkrahúsið á Akranesi tók við fyrstu sjúklingunum 4. júní

Starfsmannafélag Akraness stofnað 2. nóvember

Leikfélag Akraness sýnir leikritið Græna lyftan

Skátafélagið Væringjar og Kvenskátafélag Akraness sameinast í Skátafélag Akraness 2.nóvember

1953

Leikfélag Akraness sýnir leikritið Hrekkir Scapins

Skíðafélag Akraness reisir skíðaskála í Vatnadal

Fyrsta lögregluvarðstofan var lítið herbergi að Kirkjubraut 8 frá 1.maí

1954

Leikfélag Akraness sýnir leikritið Franska ævintýrið

Fyrsta íslenska frystivélin var hönnuð og smíðuð af vélsmiðjunni Héðni og sett upp í Heimaskaga þetta ár

1955

Tónlistarfélag Akraness stofnað 

Leikfélag Akraness sýnir leikritið Jeppi á fjalli

Leikfélag Akraness sýnir leikritið Maður og kona

Flugslys í Akrafjalli 23. nóvember 

1956

Fyrsta Akraborgin 

Leikfélag Akraness sýnir leikritið Kátir voru karlar

Leikfélag Akraness sýnir leikritið Leynimelur 13

Lionsklúbbur Akraness stofnaður 22.apríl

Bræðrastúka Oddfellow sem fékk nafnið Egill var stofnuð 11. nóvember

1957

Leikfélag Akraness sýnir leikritið Gullna hliðið

Leikfélag Akraness sýnir leikritið Frænka Charleys

Leikfélag Akraness sýnir leikritið Kjarnorka og kvenhylli

ÍA varð íslandsmeistari í knattspyrnu

1958

Leikfélag Akraness sýnir skopleikinn Fórnarlambið

Leikfélag Akraness sýnir óperettuna Alt Heidelberg. Flutt í samvinnu við Karlakórinn Svani

Akrafjallsútgáfan stofnuð

Listaverkið "Stúlka með löngu" sett upp í skrúðgarðinum við Suðurgötu

Sementverksmiðjan vígð 14.júní

ÍA varð íslandsmeistari í knattspyrnu

Klukkuturninn í kirkjugarðinum vígður 12. júlí

1959

Rafmagnslína lögð frá Elliðaám til Akraness vegna Sementverksmiðjunnar

Trésmiðjan Akur stofnuð 20.nóvember

Leikfélag Akraness sýnir leikritið Í blíðu og stríðu

Leikfélag Akraness sýnir leikritið Nýársnóttin

Sementspokinn, blað starfsmannafélags Sementsverksmiðju Ríkisins, gefið fyrst út 31.janúar

Sementverksmiðjan tekur til starfa

Byggðasafnið í Görðum stofnað 13. desember að frumkvæði sr. Jóns. M. Guðjónssonar

1960

ÍA varð íslandsmeistari í knattspyrnu

Leikfélag Akraness sýnir leikritið Þrír skálkar

Leikfélag Akraness sýnir leikritið Bumerang

Lúðrasveit Akraness stofnuð 24. janúar

Hörpuútgáfan stofnuð

Víkingur AK 100 kemur til Akraness 21. október

1961

Sjúkrahús Akraness varð fjórðungssjúkrahús 1. júlí

Magni - blað Framsóknarmanna á Akranesi gefið út

Leikfélag Akraness sýnir leikritið Íslandsklukkan

Ungmennafélagið Skipaskagi stofnað

1962

Leikfélag Akraness sýnir leikritið Gildran

Tómstundaklúbburinn Þyrill stofnaður 17. janúar

1963

Tómstundaklúbburinn Drífandi var stofnaður 5. febrúar

Sokkaverksmiðjan Eva stofnuð 11. júní

1964

HB og Co lætur smíða Höfrung III, fyrsta fiskiskip í heimi með hliðarskrúfu

1965

Golfklúbbur Akraness (síðar Golfklúbburinn Leynir) stofnaður 15. mars

Hinrik Haraldsson opnar rakarastofu að Vesturgötu 1. október

1966

Verslunin Bjarg stofnuð

Rebekkustúka Oddfellow sem fékk nafnið Ásgerður var stofnuð 22. október

Minnismerki Marteins Guðmundssonar um drukknaða sjómenn afhjúpað á Akratorgi

1967

Ákveðið að leggja Skíðafélag Akraness niður

Prufað að sigla svifnökkva milli Reykjavíkur og Akraness

1968

Iðnaðarmannafélag Akraness lagt niður

1969

Garðavöllur verður fullgildur 9 holu golfvöllur

Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis stofnað 9.febrúar

1970

Nafni Golfklúbbs Akraness breytt í Golfklúbburinn Leynir

Knattspyrnudómarafélag Akraness stofnað

Kiwanisklúbburinn Þyrill stofnaður 26.janúar

1971

Skíðafélag Akraness formlega lagt niður

1972

Bæjar- og héraðsbókasafnið flutti í nýtt húsnæði að Heiðarbraut 40, 26. febrúar

Guðjón Guðmundsson valinn íþróttamaður ársins á Íslandi

1973

Frímúrarareglan Akur stofnuð 25.mars

1974

Íþróttahúsið við Vesturgötu tekið í notkun

Akraborg II leysir Akraborg I af hólmi. Nýja ferjan gat ferjað bíla

Kútter Sigurfari keyptur af Færeyingum og fluttur aftur heim til Íslands

Skagaleikflokkurinn stofnaður 2.maí

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Járnhausinn

Andakílsárvirkjun stækkuð

1975

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Ertu nú ánægð kerling

HB og Co kaupir fyrsta skuttogarann til Akraness, Haraldur Böðvarsson AK 12

Landsmót UMFÍ haldið á Akranesi 11-13.júlí

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Fornalambið

1976

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Gísl

Badmintonfélag Akraness stofnað 11. nóvember

Fyrsti líkbíllinn keyptur til Akraness

Íþróttahúsið við Vesturgötu vígt 24. janúar

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Puntilla og Matti

Nótastöð Péturs Georgssonar og Co 6. september

1977

Hafnargerð hefst á Grundartanga

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Þvottakona Napoleons

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Höfuðbólið og hjáleigan

Fjölbrautaskólinn á Akranesi var stofnaður 12. september

Iðnskólinn á Akranesi lagður niður

Gagnfræðiskólinn á Akranesi lagður niður

1978

Fyrsti áfangi hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða var tekin í notkun 1. febrúar

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Hlaupvídd sex

Leikskólinn Heiðarborg opnaður. Rekinn af sjúkrahúsinu

1979

Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar stofnuð á Hvanneyri 23. mars

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Góði dátinn Svejk

Nemendafélag FVA stofnað

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Lína langsokkur

Leikskólinn Vallarsel tekinn í notkun 20. maí

 Járnblendiverksmiðjan á Grundatanga tók til starfa 26. júní

1980

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Allir í verkfall

Junior Chambers Akraness stofnað 25. október

Félagsheimilið Arnardalur hóf starfsemi sína 12. janúar

Félagsmiðstöðin Arnardalur hefur starfsemi að Kirkjubraut 48, 1.janúar

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Stormurinn

1981

Grundaskóli tók formlega til starfa 6.október

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Litli Kláus og stóri Kláus

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Atomstöðin

1982

Byrjað að selja heitt vatn á Akranesi frá Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar

Akraborg III leysir Akraborg II af hólmi

Verslunin Nína opnar 20.ágúst

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Leynimelur 13

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Okkar maður

1983

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Eðlisfræðingurinn

Búðin Bókaskemman var fyrsta tölvubúðin á Vesturlandi

Hjálparsveit skáta á Akranesi stofnuð

1984

Félagið Akropolis hf. var stofnað

Skagablaðið kemur fyrst út 10.ágúst

Fjöliðjan hefur starfsemi

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Spenntir gikkir

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Dýrin í Hálsaskógi

1985

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Margt býr í þokunni

Norðurálsmótið haldið í fyrsta skipti (hét fyrst Skagamótið)

1986

Knattspyrnufélagið Kári lagt niður

Körfuknattleiksfélag ÍA stofnað

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Gúmmí Tarsan

1987

Fjölbrautaskólinn á Akranesi (FVA) var stofnaður 6. febrúar

1988

Útvarp Akranes hóf útsendingar 4. mars

Íþróttahúsið að Jaðarsbökkum vígt

1989

Akraborg ehf. stofnað

Félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni (FEBAN) stofnað 5. febrúar

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Saumastofan

1990

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Gosi

Karatefélag Akraness stofnað

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið 19. júní

1991

Leikskólinn Garðasel stofnaður 1. september

Fyrirtækið Spölur stofnað

Fyrirtækin Heimaskagi hf., Haraldur Böðvarsson & Co, Síldar- og fiskimjölsverksmiðja Akraness hf. og Sigurður hf. Sameinast undir nafninu Haraldur Böðvarsson hf.

Ragnheiður Runólfsdóttir valin íþróttamaður ársins á Íslandi

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Leikurinn um snillingana vonlausu

1992

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Glymjandi fjallsslætti

Skagarokk. Jethro Tull og Black Sabbath

Akraneshlaup haldið í fyrsta skipti

Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, kemur í opinbera heimsókn

Fimleikafélag Akraness er stofnað 10. september

Íþróttafélagið Þjótur er stofnað 8. nóvember

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Randaflugur

1993

Héraðsskjalasafnið á Akranesi formlega stofnað 27. apríl

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Alltaf má fá annað skip

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Kabarett

1994

Skotfélag Akraness stofnað (gerðist aðili ÍA 1995)

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Mark

1995

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Óvitar

Minningareitur um horfna sæfarendur og þá sem hafa ekki fundist vígður 5. júní

Boltafélagið Bruni stofnað

Kvennakórinn Ymur stofnaður 31. janúar

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Kvásarvalsinn

1996

Akranesveita tekur til starfa 1. janúar

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Spegillinn

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Maður verður að gera það sem maður verður að gera

1997

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Leitin eilífa

Keilufélag Akraness stofnað í ágúst

1998

Hvalfjarðargöng opna 11. júlí

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Frátekið borð

Blaðið Skessuhorn kom fyrst út 18.febrúar

Akraborgin hættir siglingum 10. júlí

Minnisvarðinn Hafmeyjan afhjúpuð af biskupi Íslands

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Akraborgarblús

Leikskólinn Heiðarborg lokar

Leikskólinn Teigasel tekinn í notkun í september

Álverið á Grundartanga tók til starfa 

1999

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Í tívolí

Landmælingar Íslands flytja á Akranes

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og forseti Eistlands komu í opinberri heimsókn

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Ottó nashyrningur

2000

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Lifðu

Írskir dagar haldnir í fyrsta skipti

NEFA sýnir leikritið Rocky Horror

Nýtt sambýli við Laugarbraut opnar 29.janúar

Björgunarsveitin Hjálpin og Hjálparsveit skáta sameinast í Björgunarfélag Akraness

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Rommí

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Á lagernum

2001

Akranesveita og Orkuveita Reykjavíkur sameinast 1. desember

Árbók Akurnesinga kemur fyrst út

Hafist handa við að byggja í Flatahverfi

Íslandssími setur upp farsímasendi á Akranesi

Brunavarnir Akraness og nágrennis fengu fyrsta körfubílinn afhentan. Um var að ræða Scania bíl frá Svíþjóð, árgerð 1977

Þýsk stjórnvöld gáfu Slysavarnarfélagi Íslands björgunarbrynvagn og var honum komið fyrir á Akranesi

NEFA sýnir leikritið Gauragangur

Brekkubæjarskóli og Grundaskóli verða einsetnir

2002

Ljósmyndasafnið á Akranesi stofnað 28. desember

Vökudagar settir í fyrsta skipti

Markaðsráð Akraness stofnað 10.janúar

NEFA sýnir leikritið Grænjaxlar

Mæðrastyrksnefnd stofnuð á Akranesi í desember

Íþróttasafn opnað formleag á Byggðasafninu að Görðum 23.maí

Nýtt ungmannahús í gamla Iðnskólanum opnar 1.maí

Nafni Bæjar- og héraðsbókasafnsins breytt í Bókasafn Akraness

Námsver með fjarfundabúnaði opnað 12. september á bókasafninu. Verið nefnt Svövusalur

2003

Ný slökkvistöð við Kalmansvelli afhent formlega

Sementsverksmiðjan seld

Atvinnuvegasýningin "Þeir fiska sem róa" haldin í Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum 26.-28.september

NEFA sýnir söngleikinn Hárið

Grundaskóli sýnir söngleikinn Frelsi

2004

Ný kvennadeild opnuð í sjúkrahúsinu

Grandi hf kaupir HB og Co. Nýja félagið fékk nafnið HB Grandi hf.

SHA hlaut hvatningarverðlaun ríkisins

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Járnhausinn

2005

Minnismerki um sr. Jón M. Guðjónsson afhjúpað 31. maí

Grundaskóli hlaut fyrstur íslenskra skóla, Íslensku menntaverðlaunin

2006

Innri-Akraneshreppur sameinast Skilmanna-, Leirár-, Mela- og Hvalfjarðarstrandahreppi undir nafninu Hvalfjarðarsveit 1. júní

Fyrsta skóflustungan tekin af nýjum verslunarkjarna við Dalbraut

Strætóferðir hefjast á milli Akraness og Reykjavíkur 1.janúar

Unglinadeildin Arnes stofnuð. (deild innan Björgunarfélags Akraness)

Akraneshöllin vígð 21. október

NEFA setti upp söngleikinn Vegas

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsækir Grundaskóla 31.janúar

Sparisjóður Akraness opnar 23. febrúar

Söngskóli opnaður í Hvíta húsinu

Vélhjólaíþróttafélag Akraness stofnað 23. maí

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Hlutskipti

2007

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Salka Valka

Leikskólinn Skátasel opnar

Bónus opnar verslun

Leikfélag Akraness sýnir leikritið Salka Valka

2008

Leikskólinn Akrasel stofnaður 8. ágúst

Frítt í innanbæjar strætó 1.mars

29 palestínskir flóttamenn frá Al-Waleed flóttamannabúðunum í Írak komu til Akraness

Félagsheimilið Arnardalur flytur í Þorpið

Sparisjóður Akraness lokar

Ruðningsliðið Stormþursarnir stofnað

Nemendur í Grundaskóla sýna söngleikinn Vítahringur

Endurhæfingarhúsið HVER opnaði formlega í byrjun júní

Vatnslistaverkið Hringrás var vígt á sjómannadag

Leiklistarklúbbur NEFA setti upp leikverkið Algjör draumur

Félagsmiðstöðin Arnardalur og Hvítahúsið fluttu í nýtt húsnæði við Þjóðbraut og fékk nafnið Þorpið

Hnefaleikafélag Akraness stofnað 28. febrúar

2009

Bóka-, Ljósmynda- og Héraðsskjalasafnið fluttu í nýtt húsnæði að Dalbraut 1 þann 1. október

Vefsíðan haraldarhus.is opnuð

Hringtorgunum á Akranesi gefin nöfn

Útvarpsstöðin Topp FM hefur útsendingar 

Nytjamarkaðurinn Búkolla hefur starfsemi sína 29.janúar

Kraftlyftingafélag Akraness stofnað 24. nóvember

2010

Áhugaljósmyndafélagið Vitinn stofnað

Akranes ljósleiðaravætt

Fab Lab opnar á Akranesi

2011

Knattspyrnufélagið Kári endurvakið 13. apríl

Sjóbaðsfélag stofnað 30.október

Félagið Skagaforeldrar stofnað

2012

Grundaskóli sýnir söngleikinn Nornaveiðar

2013

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið Sagnakonan

Endurbætt Akratorg vígt 17.júní

2014

Langisandur fær bláfánann í fyrsta skipti

2015

Klifurfélag ÍA er stofnað 15. febrúar

Akratorg hlaut Íslensku lýsingarverðlaunin

Nýjar flotbryggjur eru settar í höfnina

Sementstankarnir fjórir fengu andlitslyftingu, múrviðgerðir og málning

Grundaskóli sýnir söngleikinn Úlfur úlfur

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsækir Brekkubæjarskóla 2. október 

Nýr Bjarni Ólafsson AK 70 kom til heimahafnar

Nýr Víkingur AK100 kemur til heimahafnar

2016

Listaverkið Ilmapu við Byggðasafnið var afhjúpað í ágúst

Hryllingsmyndahátíðin Frostbiter haldin í fyrsta sinn 24-27.nóvember

Siglingafélagið Sigurfari stofnað

2017

Ferjan Akranes fór jómfrúarferð sína 15.júní milli Reykjavíkur og Akraness. Prufuverkefni sem lifði stutt

Skemmtiferðaskip kom fyrst í höfn á Akranesi 30.júlí

Framkvæmdir hófust við að rífa niður Sementsverksmiðjuna

NEFA setti upp leikritið Ronju ræningjadóttur

2018

Minnisvarði um fyrsta vitann (ljóskerið) á Akurshólnum, 20. desember

Skolphreinsistöð við Ægisbraut opnar 16.maí

Pílufélag Akraness stofnað 12.desember

Hvalfjarðargöng gerð gjaldfrjáls 28.september

Smiðjuloftið opnar

Guðlaug formlega opnuð almenningi 8. desember

2019

Skagaleikflokkurinn setti upp leikritið/söngleikinn Litla hryllingsbúðin

Stórbruni 7.maí, í húsnæði Fjöliðjunnar að Dalbraut 10

Guðlaug hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 18. desember

Axelsbúð endurvakin af Axel Gústafssyni.

Frístundamiðstöðin Garðavellir vígð 11.maí

Rebekkustúka Oddfellow sem fékk nafnið Þórdís var stofnuð 19. október

Skorsteinn Sementverksmiðjunnar var felldur með tveimur sprengingum 22.mars

Niðurrifi Sementsverksmiðjunnar lokið

Öldungaráð stofnað á Akranesi

IceDoc-Iceland Documentary Film Festival er haldin í fyrsta skipti 17-21.júlí

2020

Nýtt iðnaðarhverfi rís í Flóanum

Þróunarfélagið Breið stofnað

Guðlaug tilnefnd til Mies van der Rohe verðlauna Evrópusambandsins

2021

Fab Lab smiðja Vesturlands á Akranesi opnar

Ný grunnsýning í Byggðasafninu opnuð

Akrasel er viðurkenndur UNESCO leikskóli, sá fyrsti á Íslandi

2022

Nýtt fimleikahús formlega vígt 6.maí

Ný þjónustumiðstöð aldraðra við Dalbraut 4 formlega vígð 5.maí

Nýja grunnsýning Byggðasafnsins tilnefnd til Íslensku safnaverðlaunanna