Viltu afhenda skjöl?

Skjöl frá einstaklingum og félögum

Einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki á Akranesi geta afhent skjöl sín á héraðsskjalasafnið til varðveislu. 

Ef einstaklingar hafa í fórum sínum skjöl sem ætla má að hafi varðveislugildi er fyrsta skrefið að hafa samband við safnið.

 

Skjöl frá sveitarfélögum og lögaðilum

Héraðsskjalasafn Akraness tekur við skjölum afhendingraskyldra aðilia Akraneskaupstaðar.

Afhendingarskylda gildir einnig um lögaðila sem eru 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Afhendingarskyldan á við gagnvart héraðsskjalasafni þegar viðkomandi aðilar eru í eigu sveitarfélaga sem reka eða eiga aðild að héraðsskjalasafni. Þeim sem falla undir þessi ákvæði er skylt að afhenda opinberu skjalasafni skjöl sín.

handbok_sveitarfelog.pdf (skjalasafn.is)