Bæjarstjórn Akraness 80 ára

Í dag á bæjarstjórn Akraness afmæli, en þennan dag fyrir 80 árum var fyrsti fundur bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar.  Akraneskaupstaður fékk kaupstaðaréttindi 1. janúar 1942. Í tilefni þess höfum við birt fundargjörð Akraneskaupstaðar, frá 26. janúar 1942, hér á vefnum.  Endilega lesið hana yfir og höldum svo daginn hátíðlegan.