Alþjóðlegi útvarpsdagurinn

Í dag, 13. febrúar, er hinn alþjóðlegi útvarpsdagur. Útvarpið hefur verið veigamikill partur í sögu þjóðarinnar síðustu áratugi og má lesa fróðlega grein um útvarpið á vísindavefnum. Við á Akranesi eigum okkar útvarpsstöð sem hefur verið starfandi frá 4. mars 1988. Útvarp Akranes er rekin af Sundfélagi Akraness og hefur verið farsæl öll þessi ár. Þessi útvarpsstöð gleður okkur á aðventunni ár hvert með skemmtilegu efni. 

Á Héraðsskjalasafninu geymum við upptökur Útvarps Akranes frá upphafi. Við höfum verið að vinna við að koma gömlum upptökum yfir á stafrænt form og það er von okkar að í nálægri framtíð munum við geta komið öllum upptökum yfir á vefinn svo að allir sem vilja, geti notið um ókomin ár.

Til gamans, fylgir þessari frétt fyrsti auglýsingatími útvarpsstöðvarinnar sem var sendur út 4. mars 1988. Góðar stundir.