Fyrsti ljósmyndafundur eftir jólafrí

Ljósmyndasafn Akraness heldur vikulega ljósmyndafundi í Svöfusal, Dalbraut 1. 

Fundirnir eru á miðvikudögum kl. 10-12. 

Fundirnir eru opnir öllum áhugasömum.

Á fundunum fer hópurinn yfir fjölbreyttar ljósmyndir og greinir andlit, hús, skip og kennileiti.

Fyrsti fundur á nýju ári er 7. janúar 2026. 

Verið velkomin.