Gömul fylgiskjöl

Ekki er allt gull sem glóir, segir máltækið.  Það passar vel við nýjasta framtakið okkar á Héraðsskjalasafninu. Við ákváðum fyrir stuttu að safna saman ýmsum gömlum fylgiskjölum, hreinsa allar persónuupplýsingar af þeim og koma þeim svo á miðlunarvefinn okkar. Okkur fannst bæði gaman og nauðsynlegt að leyfa öllum að sjá svona skjöl, sem margir telja einfaldlega rusl, en við sjáum sem mikilvægan hlekk í varðveislu sögu Akraness. Þarna sjáum við merki og nöfn gamalla fyrirtækja. Fyrirtæki sem eiga sinn sess í sögu bæjarins. 

Ef þið eigið gömul fylgiskjöl sem einungis bíða þess að rata á haugana, þá megið þið endilega koma þeim til okkar.

Góðar stundir