Knattspyrnufélag Akraness (KA)

Þann 9. mars árið 1924 ákváðu níu drengir á fermingaraldri að stofna knattspyrnufélag á Akranesi. Félagið var nefnt Knattspyrnufélagið Njörður en árið 1927 var því breytt í Knattspyrnufélag Akraness. Fyrsti formaður félagsins var Jón Árnason.

Árið 1922 hafði Knattspyrnufélagið Kári verið stofnað á Akranesi og áttu þessi félög eftir að eiga gott samstarf. Sem dæmi má nefna að félögin áttu stóran þátt í gerð íþróttavallar á Jaðarsbökkum og byggingar íþróttahúss við Laugarbraut. Auk þess héldu félögin margar skemmtanir og samkomur.

Þann 3. febrúar 1946 var Íþróttabandalag Akraness stofnað og gengur bæði KA og Kári inn í það félag og kepptu eftir það undir því merki.

Við vorum að setja inn á miðlunarvefinn okkar, afmælisblað KA frá árinu 1949 í tilefni af 25 ára afmæli KA. Einnig vorum við að taka saman smá fróðleik um KA inn í Fróðleikskistuna okkar. Endilega skoðið.