Leiklistarannáll

Sá fróðleikur sem hægt er að finna í geymslum Héraðsskjalasafnsins er óþrjótandi. Nú höfum við ákveðið að glugga aðeins í sögu leiklistar á Akranesi og setja upp síðu sem stiklar á stóru hvað það varðar. Þessi síða er í vinnslu hjá okkur svo hún á eftir að stækka hægt og rólega. Við byrjuðum á því að fara í gegnum þær sýningar sem við vitum um, sem Leikfélag Akraness setti á svið. Sem fyrr er öll hjálp vel þegin svo ekki hika við að hafa samband við okkur.  Þið finnið þessa nýju síðu okkar inn á "Fróðleikskistan". Góðar stundir.