Ljósmyndafundir

Í mörg ár hefur Ljósmyndasafn Akraness verið með ljósmyndafundi þar sem fólk heimsækir okkur og hjálpar til við að greina ljósmyndir sem eru á safninu. Þann 18. janúar nk. verður fyrsti fundur ársins og verða þeir sem fyrr í Svöfusal bókasafnsins. Fundirnir verða á hverjum miðvikudegi milli klukkan 10-12.  Síðasti fundur fyrir sumarfrí verður síðan 31. maí. Við viljum hvetja sem flesta að mæta í þennan fyrsta tíma og kynna sér þessa starfsemi.

Hver veit nema að þú sért akkúrat einstaklingurinn sem þekkir óþekkta fólkið á myndunum. 

Sjáumst hress næsta miðvikudag klukkan 10:00