Lýðveldismerki

Merki lýðveldiskosninganna árið 1944

Landsnefnd Lýðveldiskosninganna lét hanna mjög smekklegt merki, sem er þrjú bjarkarlauf á hvítum grunni. Merkið var úr pappír og var afhent hverjum þeim, sem kosið hafði og það var ætlast til þess að bera merkið þar til kosningu lyki 23. maí 1944.

Það var ákveðið að velja þetta merki þar sem þá var almennur áhugi á skógrækt í landinu. Auk þess var ákveðið eftir kosningarnar að gefa Skógræktarfélagi Íslands þetta merki til afnota sem merki félagsins.

Þetta eintak af merkinu er varðveitt á Héraðsskjalasafni Akraness og kemur úr afhendingu frá Margréti Pétursdóttur.