Ný sýning á Akratorgi

Þessi skemmtilega sýning prýðir nú miðbæinn okkar hér á Akranesi. Sýninginn stendur við Akratorg og gamla Landsbankahúsið og er tilefnið 80 ára afmæli Akraneskaupstaðar. Sýningin var unnin af starfsmönnum Héraðsskjalasafns Akraness og eru ljósmyndirnar úr safnkosti Ljósmyndasafns Akraness, frá Friðþjófi Helgasyni og Aðalbjörgu Guðbrandsdóttur. Endilega gerið ykkur ferð í miðbæinn okkar og skoðið þessa flottu sýningu, sjón er sögu ríkari.

Ljósmyndirnar í þessari frétt eru fengnar frá Hilmari Sigvaldasyni og þökkum við honum kærlega fyrir.