Nýtt efni

Við erum búin að vera upptekin í ýmsum verkefnum síðustu vikur en vonandi förum við að setja oftar nýtt efni inn á miðlunarvefinn okkar á næstu vikum. Við erum rosalega stolt af þessu verkefni okkar og afar þakklát fyrir góðar móttökur og ummæli. Það er greinilegt að samfélagið á Akranesi kann að meta þetta framtak okkar og það hvetur okkur til að halda áfram. 

Við ákváðum að setja inn örlítið af nýju efni inn á Ytri-Akraneshrepp svona til að halda öllum við efnið :) Endilega skoðið það inn á miðlunarvefnum okkar. 

Góðar stundir.