Skömmtunarseðill

Nú á tímum allsnægtar er það fjarstæðukennd hugsun að þurfa að fá leyfi til að kaupa nauðsynjar til heimilisins.  Nokkrum sinnum á tuttugustu öldinni hafa verið gefnir út svokallaðir skömmtunarseðlar eða skömmtunarmiðar. Þeir voru til þess að fólk gæti farið í verslun og nálgast fyrir fram ákveðið magn af helstu nauðsynjum. Þetta var á tímum vöruskorts og kreppu. 

Við vorum að setja inn mynd af skömmtunarseðli frá 1949 á miðlunarvefinn okkar sem gaman er að skoða. Njótið og verum þakklát fyrir það sem við höfum.