Verslun Axels Sveinbjörnssonar

Í tilefni þess að þann 18. desember síðast liðinn voru 80 ár síðan Axel Sveinbjörnsson opnaði verslunina sína, ákváðum við á Héraðsskjalasafninu að birta á miðlunarvefnum okkar efni sem kom frá þeirri ágætu verslun. Um er að ræða verðlista frá 1952 auk tveggja lausra blaða. Það er alltaf jafn gaman að glugga inn í fortíðina og sjá hvað hefur breyst og jafnvel eitthvað sem hefur lítið breyst. 

Hér er hlekkur inn á miðlunarvefinn okkar [Miðlunarvefurinn]

Góðar stundir og til hamingju með afmælið