Hvað er nýtt

Fréttir og tilkynningar

Viðburðir

 • Héraðsskjalasöfnin á Íslandi eru tuttugu og eru dreifð um land allt.  Þau safna, varðveita og veita aðgengi að skjölum bæja- og sveitastjórna og hafa eftirlit með skjalavörslu þeirra. Þau varðveita líka einkaskjöl og ljósmyndir.

 • “Það mikilvægasta í bókasafni eru hillurnar. Þær má á annað slagið skreyta með bókmenntum en hillurnar eru mikilvægastar.”

   

  Finley Peter Dunne

   

   

 • Skjöl eru varðveitt af margvíslegum ástæðum.  Þau geta haft lagalegt, fjárhagslegt og sögulegt gildi og sýna oft hvaða ákvarðanir voru teknar, hvers vegna og hvernig staðið var að ákvarðanatöku. Skjöl hafa einnig að geyma upplýsingar um réttindi einstaklinga eða líf þeirra.

 • Héraðsskjalasöfnin taka til varðveislu skjöl einstaklinga, félaga og fyrirtækja.  Einstaklingar afhenda meðal annars bréf, dagbækur og ljósmyndir.  Þau skjöl veita ómetanlegar upplýsingar um sögu og mannlíf og sýna okkur fjölbreytta mynd af fortíðinni.  Við hefðum einhæfa mynd af samfélaginu ef eingöngu væri stuðst við opinber skjöl.

 • Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja!

   

   

 • Æskufélagið á Akranesi

  Árið 1886 var á Akranesi stofnað félag af Hallgrími Jónssyni hreppstjóra og séra Jóni Sveinssyni og var það nefnt „Æskufélagið á Akranesi“

 • Æfingafélagið á Akranesi

  Þann 8. janúar árið 1882 var Æfingafélagið stofnað á Skipaskaga og var Árni Magnússon kosinn fyrsti formaður. Í óbirtum minningum Sveins Guðmundssonar í Mörk segir að Hallgrímur Jónsson hreppstjóri hafi komið félaginu af stað.

 • Skíðafélag Akraness

  Skíðafélag Akraness var stofnað 2. mars 1951 og var Ole Östergaar fyrsti formaður þess. Félagið starfaði til 18. janúar 1961. Sex árum síðar var Skíða- og skautafélag Akraness stofnað en það varð ekki langlíft.

 • Knattspyrnufélagið Kári

  Kári var stofnaður árið 1922 og starfaði til 1986.  Árið 2011 var félagið síðan endurvakið undir gömlu merkjunum.  Það voru 10-14 ára gamlir drengir sem stóðu að stofunun félagsins og æfingar fóru fram á Langasandi.  Fyrsti knöttur félagsins var keyptur eftir að drengirnir lögðu saman í sjóð, heilar 10 krónur, sem var mikill peningur á þeim tíma.

 • Íþróttaráð Akraness

   Íþróttaráð Akraness var stofnað 1934 og starfaði þar til Íþróttabandalag Akraness var stofnað 1946. Ráðið hélt utan um og skipulagði allt íþróttastarf bæjarins.

 • Íþróttabandalag Akraness (ÍA)

  Íþróttabandalag Akraness var stofnað 3. febrúar árið 1946 af knattspyrnufélögunum KA og Kára og var fyrsti formaður þess Þorgeir Ibsen. Það tók við af Íþróttaráði Akraness sem var stofnað af sömu félögum árið 1934 og var fyrst formaður þess Axel Andrésson knattspyrnuþjálfari. 

 • Útvarp Akranes

  Útvarp Akranes hóf útsendingar 4. mars 1988 og stöðin er rekin af Sundfélagi Akraness. 

 • Knattspyrnufélag Akraness (KA)

  Þann 9. mars árið 1924 ákváðu níu drengir á fermingaraldri að stofna knattspyrnufélag á Akranesi. Félagið var nefnt Knattspyrnufélagið Njörður en árið 1927 var því breytt í Knattspyrnufélag Akraness. Fyrsti formaður félagsins var Jón Árnason.

 • Iðnaðarmannafélag Akraness 

  Iðnaðarmannafélag Akraness var stofnað árið 1931. Ekki er vitað hvenær fyrsti fundur var haldinn en framhaldsfundur hans var haldinn 19. apríl 1931 í húsinu Haukabergi, sem var þá í eigu Jóhanns Guðnasonar. Félagið starfaði allt til ársins 1968.

 • Skógræktarfélag Akraness

  Skógræktarfélag Akraness er félag áhugafólks um skógrækt á Akranesi. Það var stofnað 18. nóvember 1942 og hefur ræktað skóg á þrem svæðum. Elsta svæðið er nú í umsjá Akranesbæjar (Garðalundur) en félagið er nú með tvö skógræktarsvæði, meðfram þjóðveginum til Akranes og í Slögu í hlíðum Akrafjalls.  

 • Rafveita Akraness

   

  Rafveita Akraness var stofnuð á vormánuðum árið 1926 og var ætlað að þjóna íbúum Akraness um rafmagn.

   

 • Lestrarfélagið á Akranesi

  Árið 1864 þann 6. nóvember, var á Akranesi stofnað félag er fékk nafnið Lestrarfélagið á Akranesi. Félagið var fyrsti vísirinn að því sem síðar varð Bókasafn Akraness.