Hvað er títt

Fréttir og tilkynningar

Viðburðir

 • Héraðsskjalasöfnin á Íslandi eru tuttugu og eru dreifð um land allt.  Þau safna, varðveita og veita aðgengi að skjölum bæja- og sveitastjórna og hafa eftirlit með skjalavörslu þeirra. Þau varðveita líka einkaskjöl og ljósmyndir.

 • “Það mikilvægasta í bókasafni eru hillurnar. Þær má á annað slagið skreyta með bókmenntum en hillurnar eru mikilvægastar.”

   

  Finley Peter Dunne

   

   

 • Skjöl eru varðveitt af margvíslegum ástæðum.  Þau geta haft lagalegt, fjárhagslegt og sögulegt gildi og sýna oft hvaða ákvarðanir voru teknar, hvers vegna og hvernig staðið var að ákvarðanatöku. Skjöl hafa einnig að geyma upplýsingar um réttindi einstaklinga eða líf þeirra.

 • Héraðsskjalasöfnin taka til varðveislu skjöl einstaklinga, félaga og fyrirtækja.  Einstaklingar afhenda meðal annars bréf, dagbækur og ljósmyndir.  Þau skjöl veita ómetanlegar upplýsingar um sögu og mannlíf og sýna okkur fjölbreytta mynd af fortíðinni.  Við hefðum einhæfa mynd af samfélaginu ef eingöngu væri stuðst við opinber skjöl.

 • Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja!

   

   

 • Æskufélagið á Akranesi

  Árið 1886 var á Akranesi stofnað félag af Hallgrími Jónssyni hreppstjóra og séra Jóni Sveinssyni og var það nefnt „Æskufélagið á Akranesi“

 • Æfingafélagið á Akranesi

  Þann 8. janúar árið 1882 var Æfingafélagið stofnað á Skipaskaga og var Árni Magnússon kosinn fyrsti formaður. Í óbirtum minningum Sveins Guðmundssonar í Mörk segir að Hallgrímur Jónsson hreppstjóri hafi komið félaginu af stað.

 • Skíðafélag Akraness

  Skíðafélag Akraness var stofnað 2. mars 1951 og var Ole Östergaar fyrsti formaður þess. Félagið starfaði til 18. janúar 1961. Sex árum síðar var Skíða- og skautafélag Akraness stofnað en það varð ekki langlíft.