Annáll Akraness

Við vorum að setja á heimasíðu Héraðsskjalasafnsins nýja síðu sem við köllum Annál Akraness. Á þessa síðu langar okkur að safna saman helstu viðburðum í sögu bæjarins okkar og tengja atburðina við myndir og upplýsingar sem finna má á netinu. Okkur er það ljóst að þetta er endalaust verkefni og í ferlinum geta laumast inn villur af ýmsu tagi. Sem dæmi ber heimildum oft ekki saman um tímasetningar atburða. Okkur langar einnig að biðla til allra þeirra sem geta að taka þátt í þessu með okkur, hvort sem er að lesa þetta yfir og benda á villur eða safna saman atburðum og koma til okkar svo við getum bætt þeim inn í annálinn. Það er von okkar að með tímanum verði þessi síða staður þar sem hægt er að stikla á stóru í gegnum sögu Akraness á skemmtilegan máta. 

Síðuna má finna inn í Fróðleikskistunni okkar